Fasteignasalan Lundur var stofnuð árið 1998 af Karli Gunnarssyni löggiltum fasteignasala. Karl hafði starfað áður sem fasteignasali m.a hjá Fasteignasölunni Borgareign, Borgir og Fasteignasölunni Þingholt við góðan orðstír. Fasteignasalan Lundur er við Suðurlandsbraut 10 á efri hæð og hefur verið þar frá stofnun. Megin áherslur Fasteignasölunnar eru góð og gömul gildi um traust og trúnað í fasteignaviðskiptum og bjóða uppá persónulega og faglega þjónustu við viðskiptavini sína. Flest fasteignaviðskipti snúast um aleigu fólks og ævisparnað og er því ábyrgð fasteignasala mikil gagnvart viðskiptavinum sínum.

Fasteignasalan Lundur vinnur samkvæmt siðareglum Félags fasteignasala og lætur löggilda fasteignasala sjá um alla vinnu við kaup og sölu fasteigna viðskiptavina sinna. Vanti þig aðstoð við verðmat, kaup, sölu eða aðra ráðgjöf varðandi fasteignaviðskipti ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið lundur@lundur.is eða í síma 533-161

Starfsfólk