Lundur kynnir: Góð 3ja herbergja portbyggð risíbúð með sérinngangi, efri rishæð í tvíbýli (raðhúsalengja). Gengið er inn í flísalagða forstofu á neðri hæð og parketlagður stigi liggur upp í íbúðina. Þar er komið inn í hol sem opið er í stofu og eldhús. Góð stofa. Eldhús með ágætum innréttingum og borðkrók. Ágætt hjónaherbergi og barnaherbergi. Uppgert flísalagt baðherbergi með sturtuklefa, hitalögn í gólfi. Gólfefni: parket og flísar.


Gott sér þvottahús/geymsla á hæðinni og minni sér geymsla á neðri hæðinni. Grunnflötur íbúðarinnar er um 75 fm og nýtist einkar vel. Skemmtileg íbúð – góð staðsetning – allt sér.

Hafið samband við Karl hjá Lundi um skoðun sími 898 2102
Allar nánari upplýsingar veitir LUNDUR s: 533-1616 og 891-9916 eða lundur@lundur.is

3 herbergi Háagerði 67